„Hugrakka hugrakka kona
Takk elsku Hödd fyrir að stíga fram, fyrir mig, fyrir þig og allar hinar. Megi hugrekki þitt veita öðrum í sömu sporum kjark til að gera slíkt hið sama.
Ég stend með þér og staðfesti jafnframt frásögn þína,“ skrifar ein af fyrrverandi kærustum Ragnars Gunnarssonar á Facebook-vegg Haddar Vilhjálmsdóttur nú í morgun.
Ragnar steig til hliðar sem framkvæmdastjóri Brandenburg í morgun eftir að viðtal við Hödd birtist í Vikunni. Þar lýsir hún meintu andlegu og líkamlegu ofbeldi sem hún varð fyrir af hálfu fyrrverandi maka síns en er hann þó ekki nafngreindur í viðtalinu.
Í yfirlýsingunni sem Ragnar skrifar á Facebook síðu sínan í dag frá sér í dag segir hann: ,,Deilur okkar, sem varða forræði, eru í sínu rétta ferli.‘‘
Í viðtalinu við Hödd er hvergi talað um forræðisdeilur milli hennar og fyrrverandi eiginmanns hennar. Mannlíf hefur nú gögn undir höndum þar sem Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu staðfestir að ekkert forsjármál sé opið þeirra á milli.
Ekki náðist í Ragnar við vinnslu fréttar.