- Auglýsing -
Í annað skipti á stuttum tíma þá eru íbúar á Suðurnesjum án grunnþjónustu. Fyrir nokkrum dögum var það rafmagnið en nú er það heita vatnið. HS Veitur greina frá vandamálinu á Facebook:
„Því miður var grafið í streng og sló því dælum út og er því lítill eða enginn þrýstingur á heitu vatni á Suðurnesjum. Grindavík kemur fyrst inn svo Reykjanesbær og síðast Suðurnesjabær. Vonum að allt verði komið í samt horf um eða eftir kl. 19.“