Föstudagur 22. nóvember, 2024
-1.6 C
Reykjavik

Ekkert umburðarlyndi gagnvart kynferðisbrotum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Prestur kaþólsku kirkjunnar í Reykjavík segir að stefna páfans um ekkert umburðarlyndi gagnvart kynferðisbrotum gildi líka hér.

 

Ásakanir á hendur kaþólskum prestum og öðrum starfsmönnum kirkjunnar um kynferðisbrot gegn börnum hafa verið gegnumgangandi víða um heim á síðustu áratugum. Ísland hefur ekki farið varhluta af málum sem þessum en á annan tug einstaklinga greindu frá grófu kynferðisofbeldi sem þau urðu fyrir í Landakotsskóla af hendi prests og starfsmanns þar á árunum 1954 til 1990.

Rannsóknarnefnd kaþólsku kirkjunnar gaf út skýrslu um viðbrögð stofnunarinnar við ásökununum í nóvember árið 2012 en niðurstaða nefndarinnar var að starfsmenn innan kirkjunnar hefðu vanrækt skyldur sínar og dæmi voru um að tilraunir hafi verið gerðir til að þagga ásakanirnar niður.

„Við fylgjum almennri stefnu kaþólsku kirkjunnar og páfinn er mjög skýr í þessum málum. Hann segir að nú séum við komin í núll umburðarlyndi og það gildir líka hérna.“

Aðspurður um hvort kaþólska kirkjan hafi sett sér einhverja stefnu þegar kemur að kynferðisbrotum segir séra Jakob Rolland, prestur kaþólsku kirkjunnar í Reykjavík, að stefna páfans um ekkert umburðarlyndi gagnvart kynferðisbrotum gildi líka hér. „Við fylgjum almennri stefnu kaþólsku kirkjunnar og páfinn er mjög skýr í þessum málum. Hann segir að nú séum við komin í núll umburðarlyndi og það gildir líka hérna. Svo er páfinn líka búin að feta mjög mikilvæg skref, þar er kirkjan í rauninni leiðandi á þessu sviði, með því að gera það að skyldu innan kirkjunnar að tilkynna brot á hvaða stigi sem er,“ segir Jakob og útskýrir að þá sé verið að tala um innan kirkjunnar. Auk þess þurfi að tilkynna stjórnvöldum samkvæmt reglum og lögum hvers lands ef upp kemur grunur um brot.

Jakob segir að það sé nefnd starfandi innan kaþólsku kirkjunnar sem fólk getur leitað til sem og yfirvöld utan biskupsdæmisins, til að mynda sendiherranefnd páfans á Norðurlöndum og í Róm. „Við erum reyndar að einhverju leyti enn þá að móta allar þessar reglur. Þessi nýju lög frá páfa komu í fyrra og því er þetta enn að einhverju leyti í mótun. Við viljum auðvitað bara fylgja með eins og á að gera,“ segir Jakob.

Rætt er við séra Jakob í fréttaskýringu Kjarnans sem er að finna á kjarninn.is og í nýjasta tölublaði Mannlífs.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -