Í þvagsýnum frá meira en 80% börnum og fullorðnum fannst krabbameinsvaldandi efni sem notað er í vinsælum illgresiseyði sem seldur er meðal annars hér á landi. Efnið sem umræðir er Glýfosat (Glyphosate) og finnst meðal annars í illgeriseyðinum Roundup. Nýlega fjallaði The Guardian um rannsóknir á efninu og hættur þess.
Mikilvægt er að átta sig á afleiðingum efnanna sem notuð eru og spyrja sig að því hvort sé mikilvægara; að fjarlægja illgresið í garðinum eða heilsa þeirra sem dvelja og fara um hann.
Rannsókn frá 2017 sýnir að efnið finnist í auknum mæli í þvagsýnum fólks og hefur stigmagnast frá árinu 1990 eða þegar Monsanto Co. kynnti á markað erfðabreytt matvæli hönnuð til að vera spreyjuð beint með Roundup. Rannsóknin var unnin af University of California San Diego School of Medicine researchers.
Vert er að huga að því að börn eru sérstaklega móttækileg fyrir eiturefnum þar sem þau hlutfallslega drekka meira vatn, borða meira magn og anda að sér meira lofti, en fullorðnir einstaklingar. Jafnframt eru langvarandi áhrif efnanna uggvænleg og framtíð barna lengri en eldri einstaklinga.
Hér má lesa grein The Guardian í heild.