Fimmtudagur 16. janúar, 2025
1.8 C
Reykjavik

Ekki gleyma ættingjum með Alzheimer „Besti tími dagsins þegar ég bíð eftir að Ellý sjái mig“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ég vil líka hvetja ykkur til verja tíma með vinum, ættingjum eða kunningjum sem sjúkdóminn snerta. Það eigið þið ekki bara að gera þeirra vegna. Þið eigið líka gera það ykkar vegna. Lífið er fjölbreytilegt. Það er erfitt en það er líka fallegt. Það er þroskandi að sjá og taka þátt í fjölbreytileikanum. Það er sagt að heilabilun sé löng kveðjustund. En það má segja það sama um lífið. Verum því ekki of upptekin af kveðjustundinni og lifum meðan lífið leyfir.“

Þetta eru lokaorð Magnúsa Karls Magnússonar, prófessors við Læknadeild HÍ, í pistli sem hann birtir á Facebook og hefur snert marga. Eiginkona hans glímir við Alzheimer-sjúkdóminn illvíga en Magnús leggur mikla áherslu á að lífið sé ekki búið þrátt fyrir það. Margir hafa undanfarið deilt á Facebook hugvekju um Alzheimer-sjúkdóminn. Magnúsi hlýnar um hjartarætur við að sjá þá samkennd.

Hann segist þó vilja draga úr hræðslu við sjúkdóminn. „Síðustu daga hafa margir sýnt hlýju og samkennd með því að deila texta um Alzheimer og aðrar heilabilanir. Þetta er gert af mikilli hjartahlýju og mér þykir óskaplega vænt um þegar ég sé vini og kunningja deila þessari hugvekju. En Alzheimer er þó miklu margbreytilegri og líf fólks með þennan sjúkdóm oft svo miklu innihaldsríkara en sú mynd sem dregin er upp. Ástæða þess að ég vek athygli á þessu er sú mikla hræðsla sem er við þennan sjúkdóm og meðfylgjandi fordómar sem hræðslunni fylgja. Sjúkdómurinn er vissulega mjög erfiður, en það er margt í lífinu sem er erfitt. Erfiðleikum fylgja líka sigrar og gleði,“ segir Magnús.

Hann segist dást af því hvernig eiginkona hans Ellý hefur tekist á við sjúkdóminn. „Við Ellý höfum verið í sambýli við þennan sjúkdóm í sex ár og ég er alltaf að læra af Ellý minni hvernig maður tekst á við erfiða hluti. Hún tekst á við sinn sjúkdóm með reisn, hreinskilni og gleði. Hún kom út úr skápnum. Hún nýtur lífsins. Það er ekki hægt að hafa betri sessunaut á tónleikum en Ellý. Gleðin, þakklætið og innlifunin er einlæg og smitandi. Það er líka besti tími dagsins þegar ég kem á Roðasali, kíki inn í setustofu og bíð eftir að Ellý sjái mig. Hún ríkur á fætur og segir glaðlega, “Maggi minn kominn!” En það er einnig gaman að hitta yndislegar konur sem búa með Ellý, þær brosa glaðlega þegar Ellý heilsar manninum sínum. Starfskonurnar eru líka frábærar, andinn einstakur og alltaf gleði. Svona var þetta einnig í Hlíðabæ, þegar Ellý fór þangað daglega í dagþjálfun,“ segir Magnús og bætir við að lokum:

„PS Myndin af okkur hjónum var tekin fyrir rúmri viku þegar við vorum að fara í fimmtugsafmæli hjá vinum og það var sko engin kveðjustund.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -