Föstudagur 10. janúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Ekki hættur að hrauna yfir Gísla Martein: „Hvenær hefur þessi maður verið talinn listamaður?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fyrr í dag ætlaði allt að verða vitlaust á Alþingi þegar Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði Gísla Marteini Baldurssyni til syndanna í ræðupúlti. Ásmundur sagði Gísla og gesti hans í Vikunni á RÚV dóna með pólitíska slagsíðu. Aðrir þingmenn brugðust illa við þessu og voru fluttar margar ræður, Gísla til varnar.

Það virðist þó ekki hafa mildað skoðun Ásmundar ef marka má stöðufærslu sem hann birti nú síðdegis á Facebook. Á Alþingi var haft orð á því að Ásmundur væri að gera tilraun til að þagga niður listræna tjáningu Gísla Marteins. Því svarar Ásmundur:

„Er Gísli Marteinn listamaður?

Í dag var ég hundskammaður í þinginu fyrir að ræða um landlægan dónaskap dagskrárgerðarmannsins Gísla Marteins. Því var jafnvel haldið fram af formanni Viðreisnar og þingmönnum að ég hefði reynt að þagga niður í listrænnni, já listræanni tjáningu dagskrárgerðarmannsins. ÉG spyr. Hvenær hefur þessi maður verið talinn listamaður? Aldrei mér vitandi. Ég var líka skammaður fyrir að dagskrárgerðarmaðurinn gæti ekki svarað fyrir sig úr púlti Alþingis,“ segir Ásmundur.

„Hvað hefur fólk mátt þola af hans hálfu árum saman þar sem það er sakað um upplognar sakir, atvinnuníð og róg. Enginn af þeim hefur fengið tækifæri til að svara fyrir sig. Yfirburðarstaða hans í skjóli Ríkisútvarpsins er misnotkun af verstu gerð.“

Hann lætur svo ræðuna umdeildu sem hann flutti fyrr í dag fylgja með:

- Auglýsing -

„Hér kemur þessi viðkvæma ræða sem á erindi við alla þjóðina

Vl. forseti; Misnotkun, óskammfeilni og dónaskapur er orðinn viðtekin venja dagkrárgerðarmannsins Gísla Marteins og gesta hans í Ríkisreknum fjölmiðli.

Þar er engu eyrt og þeir sem verða fyrir niðurlægingu og rudda skap dagskrárgerðarmannsins hafa engin tækifæri til að svara fyrir sig eða bera hendur fyrir höfuð sér. Þess vegna tala ég hér.

- Auglýsing -

Nýlega var ráðist á forstjóra Útlendingastofnunar í jóladagatali barnanna á RÚV.

Þáttagerðarkona, gestur í þætti GM ræddi áramótaheit að léki vonda konu á árinu. Hún lýsti því að hafa fengið það uppfyllt þegar hún fékk að leika forstjóra Útlendingastofnunar í jóladagatali barnanna á RÚV. Hvers eiga börn og forstöðumenn að gjalda af hendi Ríkisfjölmiðilsins.

Gísli Marteinn, sem fannst þetta greinilega algjör snilld, lýsti þessu þannig að þarna væri verið að blanda saman list og pólitík.

Vl. forseti; Þarna var ráðist með grófum hætti að starfsheiðri ríkisstarfsmanns sem vinnur embættisstörf sín samkvæmt þeim lögum og reglum sem við setjum og um það gilda.

Það er ekki aðeins á Ríkisútvarpinu sem uppi veður fólk sem misnotar og mistúlkar.

Hér á Alþingi viðurkenna píratar brot á trúnaðarreglum Alþings. Það er útilokað annað vl. forseti en að siðanefnd Alþingis taka fyrir trúnaðarbrot þingmanna og snupri fyrir gróft brot á trúnaðarreglum Alþingis.

Við erum þjóðkjörin og getum ekki orðið uppvís að því að brjóta trúnað gagnvart gestum okkar, samstarfsfólki – gagnvart þjóðinni.

Vl. forseti; Það er orðinn lítil þolinmæði í samfélaginu fyrir því að dagskrárgerðarfólk á ríkisfjölmiðli og þingmenn kosnir af þjóðinni misfari með stöðu sína og vald á jafn grófan hátt og hér hefur gerst.

Það er krafa okkar að Ríkisútvarpið rétti af pólitíska slagsíðu og fari að þeim lögum og reglum sem um starfsemina gilda“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -