Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Ekki hlusta á grátkórinn: „Ég vona að launafólk segi hingað og ekki lengra“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins og Verkalýðsfélags Akraness, hvetur fólk til þess að hlusta ekki á þær raddir segja að allt fari í bál og brand ef launafólk fái betri kjör. Hann segist á Facebook vonast til þess að almenningur standi með honum gegn elítunni í haust. Markmið hans sé einfalt, að allir geti framfleytt sér hér á landi frá mánuði til mánaðar og haldið mannlegri reisn.

„Eins og alltaf þegar kemur að því að kjarasamningar verkafólks eru við það að renna út þá er grátkór auðvaldsins ræstur út og syngur hátt og skýrt: „ætlið þið að ógna stöðuleikanum,  valda óðaverðbólgu og stuðla að hærri vöxtum, þið verðið að semja með hófstilltum hætti“.

Já, þessi rammfalski grátkór auðvaldsins er svo sannarlega tilbúinn að verja hagsmuni þeirra ríku eins og enginn sé morgundagurinn.

Á sama tíma og verkalýðshreyfingin þarf að sitja undir linnulausum árásum fyrir það eitt að vilja verja lífskjör sinna félagsmanna þá raka hræsnararnir til sín launahækkunum, starfslokasamningum og biðlaunum.“

Vilhjálmur nefnir svo nokkur dæmi um launahækkanir elítunnar:

  • Starfslokasamningur við forstjóra Festi kostaði 76 milljónir
  • Biðlaun við bæjarstjóra Hveragerðis og formanns Sambands íslenskra sveitafélaga kostaði 17 milljónir
  • Forstjóri Icelandair hækkaði um 1,8 milljón á mánuði
  • Forstjóri Síldarvinnslunnar hækkaði um 833 þúsund á mánuði
  • Forstjóri Símans hækkaði um 800 þúsund á mánuði
  • Forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur hækkaði um 600 þúsund á mánuði
  • Forstjóri Eimskips hækkaði um 500 þúsund á mánuði
  • Forstjórar 20 félaga í Kauphöllinni hækkuðu að meðaltali um 444 þúsund á mánuði í fyrra
  • Verkafólk, iðnaðarmenn og verslunarfólk sem taka laun eftir kauptöxtum hækkaði um 24 þúsund á mánuði.“

Hann segir að þetta sama fólk kvarti svo undan því að almenningur óski eftir betri kjörum. „Hugsið ykkur hræsnina og svo kemur elítan fram og gagnrýnir verkalýðshreyfinguna fyrir að benda á það augljósa að verið sé að þurrka upp allan ávinning af síðasta samningi okkar með vaxtahækkunum, hækkun á leiguverði, matarverði, bensínverði, fasteignagjöldum og nánast allri þjónustu.

- Auglýsing -

Nei, það heyrist ekki múkk í Seðlabankanum eða stjórnvöldum þegar það stefnir í 200 milljarða arðgreiðslur til handa eigendum stórfyrirtækja.  Þessum aðilum dettur ekki til hugar að biðja stórfyrirtæki og fjármálakerfið að draga verulega úr arðsemiskröfum sínum og álagningu til að hlífa launafólki, neytendum og heimilum,“ segir Vilhjálmur.

Hann vonast því til þess að í haust verði sem flestir sem segi hingað og ekki lengra. „Nei launafólk, neytendur og heimilin skulu áfram þurfa að sætta þessu arðsemisofbeldi og ég vona svo innilega að launafólk segi hingað og ekki lengra í komandi kjarasamningum og látið verða að því að sverfa til stáls, ef ekki verður hlustað á kröfur launafólks.  Kröfur sem byggjast að draga úr misskiptingu, óréttlæti og ójöfnuði, sem og að allir geti framfleytt sér hér á landi frá mánuði til mánaðar og haldið mannlegri reisn.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -