Föstudagur 25. október, 2024
0.5 C
Reykjavik

Ekki orði minnst á baráttu Eflingar í vefriti ASÍ: „Hér er um grófa sögufölsun að ræða“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Í dag las ég glænýtt vefrit Alþýðusambandsins „Vinnan 2023”. Þar má m.a. finna greinina “Fremstar meðal jafningja” en í henni er talað við fimm kven-formenn félaga innan vébanda ASÍ. Í inngangi greinarinnar segir orðrétt:

“Í kringum kjaraviðræður í lok síðasta árs bar á gagnrýnisröddum um einsleitni samninganefnda þar sem karlar þóttu áberandi og konur lítið sýnilegar. Ásýndin þótti líkjast myndum frá því á 7. áratug síðustu aldar en ekki nú eftir áratuga jafnréttisbaráttu.”

Ég geri að sjálfsögðu enga athugasemd við að engin ástæða hafi verið séð til þess að ræða við mig vegna greinarinnar af ritstjórum vefrits ASÍ. Það er öllum löngu orðið ljóst að ég verð seint talin fremst meðal jafningja á vettvangi sambandsins. En ég get ekki annað en gert mjög alvarlega athugasemd við þá stórfurðulegu og röngu mynd sem að dregin er upp í inngangsorðum greinarinnar.“ Svona byrjar færsla Sólveigar Önnu Jónsdóttur verkalýðsforingja Eflingar. Í henni furðar Sólveig sig á þeirri staðreynd að ekki einu orði er minnst á baráttu Eflingarkvenna á liðnum vetri, í nýju vefriti Alþýðusambandsins.

„Ég spyr í fyllstu alvöru: Getur verið að Alþýðusambandið hafi misst af öllum fréttaflutningi af samninganefnd Eflingar síðasta vetur? Eða er samninganefnd Eflingar svo ómerkileg í hugum þeirra sem að þar stýra efnistökum og áherslum að það tekur því einfaldlega ekki að minnast á hana? Er virðing þeirra fyrir okkar mikla starfi og baráttu svo lítil að þau sjá ekkert athugavert við að einfaldlega láta, í vefriti sjálfs Alþýðusambands Íslands, eins og við séum ekki til? Er það vegna þess að við erum einmitt meðlimir í samninganefnd sem leidd er af konu, og með konur allsstaðar að úr heiminum í framvarðasveit nefndarinnar? Er það ástæðan fyrir því að jaðarsetningin á okkur lifir góðu lífi á vettvangi ASÍ? Getur verið að þau sjái ekki tvískinnunginn í því að fjalla í vefritinu sínu sérstaklega um konur og kvennasamstöðu, en minnst þó ekki einu orði á baráttu Eflingar, þar sem að konur eru eins sýnilegar og öflugar og hægt er að hugsa sér? Og er virkilega eitthvað sem að minnir þau á 7. áratug síðustu aldar þegar að þau skoða samsetningu samninganefndar Eflingar?“

Segir Sólveig Anna að um sögufölskun sé að ræða.

„Staðreyndin er þessi: Hér er um grófa sögufölsun á atburðum vetrarins að ræða, í boði Alþýðusambands Íslands. Ég og kven-félagar mínir í Eflingu hefðum mögulega getað trúað því að fyrir þær ríflega 105 milljónir sem að við sendum ASÍ á síðasta ári gætum við fengið þó að ekki væri nema smávegis virðingarvott. Þess í stað fáum við sögufölsun og algjöra útþurrkun (erasure: hugtak sem er notað í femínískum fræðum og á við þá tilhneigingu að hunsa, fjarlægja og falsa vitnsiburði um konur og kvenna-gjörðir).

Ég og baráttu-systur mínar í Eflingu tökum ekki útþurrkun á okkur og okkar baráttu þegjandi og hljóðalaust. Þessvegna skrifa ég um þetta ósæmilega rugl hér fyrir ykkur til að lesa. Við höfum tekist á við Samtök atvinnulífsins, pólitíska valdastétt sem að líkt og ASÍ reynir að láta eins og við séum ekki til, ríkissáttasemjara í vasanum á auðvaldinu, og svo mætti áfram telja. Við höfum farið í verkföll, farið á verkfallsvaktir, tekist á við verkfallsbrjóta. Við höfum staðið vörð hvor um aðra í þeim átökum sem að við höfum átt í vegna baráttu okkar fyrir því að Eflingar-konur njóti virðingar í samfélaginu. Og það munum við halda áfram að gera. Það er einhverskonar yfirlýsing hjá ASÍ um veruleikafirringu að láta eins og við séum ekki til.“

Að lokum segir Sólveig Anna að Eflingarkonur þurfi ekki á ASÍ að halda, þær hafi hvor aðra.

- Auglýsing -

„En við þurfum ekki á þeim að halda sem að sjá okkur ekki. Við höfum hvor aðra og það dugar okkur betur en nokkuð annað, hér eftir sem hingað til. Við höfum aldrei fengið neitt frá ASÍ hvort sem er.

Ég læt fylgja nokkrar myndir af meðlimum samninganefndar Eflingar. Rétt upp hönd sem telur ásýndina einsleita og minna á 7. áratug síðustu aldar á Íslandi.
(Það er rétt að taka fram að ekki er minnst einu orði á Eflingu í vefritinu, ekki heldur í greininni Áfram stelpur!)“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -