Samkvæmt Veðurstofu Ísland er gosið norðan Grindavíkur við Sundhnjúkagíga. Sprungan er 3.5 kílómetrar að lengd.
Hraunflæði er 100 – 200 rúmmetrar á sekúndu.
Á RÚV kemur fram að: „Þyrla Landhelgisgæslunnar fer í loftið innan skamms til þess að staðfesta nákvæma staðsetningu og stærð eldgossins. Nánari upplýsingar verðar aðgengilegar fljótlega.“
Mikil skjálftahrina hefur verið á svæðinu. Ekki liggur fyrir nákvæm staðsetning en samkvæmt sérfræðingi á Veðurstofu Íslands segir eldgosið líklegast milli Sýlingarfells og Hagafells. Um það bil við staðsetningu varnargarðana.
Lögreglan á Suðurnesjum sendi frá sér tilkynningu á facebook: „Eldgos er hafið rýmið Grindavík STRAX en alls ekki um Grindavíkurveg.“
Fréttin verður uppfærð