- Auglýsing -
Eldgos hófst í Sundhnúksgígaröðinni rétt sunnan við Stóra-Skógfell klukkan 23:14 í kvöld
Ekki er hægt að segja til um stærð eldgossins að sinni samkvæmt Veðurstofu Íslands en Landhelgisgæslan hefur sent þyrlu á vettvang svo hægt sé að meta það.
Fyrir um klukkutím hófst mikil jarðskjálftahrina og var fyrsta viðvörun tæplega 22:30.
Um 50 til 60 manns dvelja í Grindavíkurbæ en samkvæmt Úlfari Lúðvíkssyni lögreglustjóra á Suðurnesjum er verið að vinna í rýmingu í bænum.