- Auglýsing -
Eldgos er hafið á Reykjanesskaga.
Talið er eldgosið sé á milli Hagafels og Stóra Skógfells og hófst það 20:23. Rýming er hafin í Grindavík og ættu allir íbúar að hafa fengið SMS þess efnis.
Gosið er á svipuðum stað og þegar gaus 8. febrúar.
Búið er að rýma Bláa Lónið. Þetta segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu hjá Bláa lóninu, í samtali í viðtali við mbl.is.
Verið er að rýma Grindavík.
- Auglýsing -

Fréttin verður uppfærð.