Eldgos er hafið við Sundhnjúksgíga. Kvikugangurinn færist nær Grindavíkurbæ.
Eldgos hófst fyrir stuttu við Sunhnjúksgíga en gossprungan er um kílómeter á lengd en gosstrókarnir ná mest um 50 metra upp í loftið, samkvæmt Kristínu Jónsdóttur, jarðeðlilsfræðingi á Veðurstofunni sem var í viðtali við Rás 2 fyrir stuttu.
„Þetta opnaðist með krafti,“ sagði Kristín við Ragnhildi Thorlacius á Rás 2. Bætti hún við að gosið sé á svipuðum stað og síðast, á Sundhnjúksgígaröðinni. „Gosstrókarnir ná að minnsta kosti 50 metra hæð og lengdin á sprungunni er rúmlega 1 kílómetri, 1,5 eitthvað slíkt.“
Almannavarnir tilkynntu rétt í þessu að kvikugangurinn sé að færast nær Grindavíkurbæ en að búið sé að rýma bæinn. Viðbragðaðilar og aðrir sem eru í bænum eru beðnir um að vera tilbúnir að yfirgefa bæinn í miklu flýti.