Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-4.3 C
Reykjavik

Eldgosahætta eykst með hverjum deginum: „Get­ur gerst með skömm­um fyr­ir­vara“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eldgosasérfræðingar telja það aðeins tímaspursmál hvenær það muni gjósa aftur á Reykjanesi og segja líklegt að slíkt muni gerast á næstum dögum.

Í stöðuuppfærslu frá Veðurstofu Íslands er greint frá því að áætlað magn sem hefur safnast undir Svartsengi sé svipað og þegar gaus í lok maí. Þá benda líkön til þess að eldgos geti hafi á næstu dögum.

„Það er spurning hvað það mun taka langan tíma fyrir kerfið að komast af stað en við búumst allt eins við því að þetta gæti gerst bara hvað úr hverju,“ sagði Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni, í samtali við Vísi um málið en vaxandi skjálftavirkni hefur mælst á Sundhnúksgígaröðinni síðustu vikuna.

Í þeim sviðsmyndum sem Veðurstofan vinnur með þá er talið líklegt að gosið kom upp á svipuðum stöðum og það hefur gert í undanförnum eldgosum á Reykjanesi. „Það er áfram landris og það er bú­ist við því að það fari eitt­hvað að ger­ast hvað úr hverju og það get­ur gerst með skömm­um fyr­ir­vara,“ sagði Ingi­björg Andrea Bergþórs­dótt­ir, nátt­úru­vár­sér­fræðing­ur hjá Veður­stofu Íslands í sam­tali við mbl.is.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -