Klukkan 22:23 í gærkvöldi reið yfir stærsti jarðskjálftinn í þeirri jarðskjálftahrinu sem gengið hefur yfir undanfarna daga og var hann 5,2 á stærð. Viðbrögð Íslendinga hafa ekki látið standa á sér og eru sumir hreinlega farnir að þrá eldgos. Ef marka má sérfræðinga þá þarf fólk ekki að bíða mikið lengur.
Árni líkir eldgosinu við jólabið.
Þetta yfirvofandi eldgos er biðin eftir jólunum á aðfangadag í gamla skólanum, þetta styttist var sagt, svo var forréttur, aðalréttur, desert, uppvask, kaffi og meððí, innismuga, lestur á jólakortum, náð í blað og penna til að skrá hver gaf hvað… en þetta var alltaf að styttast
— Árni Helgason (@arnih) July 9, 2023
Efra-Breiðholtið er á vaktinni.
Eldgos er ekki hafið. Kv. Veðurstofa Efra-Breiðholts pic.twitter.com/6C07Zdly7n
— 🇺🇦 Vygnyr Ártnason 🇺🇦 (@vidforli) July 9, 2023
Tobbi skilur eldgosið.
Skil þetta eldgos vel. Greinilega búið að heyra af stýrivaxtahækkunum, verðbólgu, dýrtíð, loftslagsbreytingum og stríði og hefur engan áhuga á að koma í heimsókn.
— tobbitenor (@tobbitenor) July 9, 2023
Bergþóra er óþolinmóð.
Getur þetta eldgos ekki bara druuuuullast til að byrja?
— Bergþóra Jóns (@bergthorajons) July 9, 2023
Ragnheiði finnst hún svikin.
Ég trúi ekki að þið ætlið að halda eldgos án mín😩
— 🌻Heiða🌻 (@ragnheidur_kr) July 10, 2023
Guðrún vill meina að þetta sé frammistöðukvíði.
Það er búið að hæpa þetta komandi eldgos svo mikið að móðir jörð er komin með frammistöðukvíða og getur ekki gosið.
— Guðrún Andrea (@grullubangsi) July 10, 2023
Einhverjir vilja meina að þetta sé hugsanlega kynlífstengt
Annaðhvort var bigass jarðskjálfti eða nágranninn fékk nýja viagra skammtinn
— Rósi Ljósár (@Dr_Rosmann) July 9, 2023
Kolbrún er í sjokki.
WTF HVAÐ ÞETTA VAR LANGUR JARÐSKJÁLFTI
— Kolbrún Birna (@kolla_swag666) July 9, 2023
Jenný María vill fá frið í sturtunni.
Skjálfti uppá 5,2 þegar ég er í sturtu er ekki mjög tillitssamt
— Jenný María (@jennyjohannsd) July 9, 2023
Pönkarar voru lengi að fatta.
Þegar man er á pönk tónleikum með viðeigandi látum þá tekur smá stund að fatta að það var skjálfti. 😅
— Ninna Karla 🇺🇦 (@NinnaKarla) July 9, 2023