- Auglýsing -
Sjöunda eldgosinu í Sundahnúksgígaröðinni er að lokið samkvæmt Veðurstofu Íslands.
Þetta var staðfest í dag af Almannavörnum en flogið var með dróna yfir svæðið og ekki nein merki um virkni sáust með drónanum. Síðast sást glóð í gígnum í gærmorgun en eldgosið hófst 20. nóvember og stóð því yfir í 18 daga.
Er um að ræða næststærsta eldgosið í Sundahnúksgígaröðinni, flatarmálslega séð. En alls hefur gosið sjö sinnum þar síðan í desember árið 2023.

