Eldur logar í húsnæði á Funahöfða 9. Allt tiltækt lið slökkviliðsins er í útkallinu.
Samkvæmt heimildur Mannlífs logar nú eldur í húsnæði á Funahöfða 9, Reykjavík. Á Funahöfða 9 er fyrirtækið AB Varahlutir til húsa.
Mannlíf ræddi við vaktstjóra á Slökkvistöð 80 sem staðfesti að um stórt útkall væri að ræða: „Við erum með allt okkar lið á Funahöfða 9 vegna eldsvoða.“ Ekki gat hann gefið frekari upplýsingar þar sem hann var ekki á vettvangi sjálfur.
Búið að slökkva eldinn
Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu tók um 45 mínútur að slökkva eldinn en töluverður reykur barst frá húsnæðinu.
Þá kom einnig fram hjá Slökkviliðinu að búið hafi verið í húsinu og að einn hafi verið fluttur á brott sem sjúkrabíl en ekki fengust fréttir af líðan einstaklingins.
Fréttin hefur verið uppfærð.