Fimmtudagur 21. nóvember, 2024
-3.4 C
Reykjavik

Eldur í húsi á Vesturgötu – Allsherjar útkall

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Allt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu hefur verið kallað út vegna eldsvoða í húsi á  horni Bræðraborgarstíg og Vesturgötu.

Húsið er íbúðarhús á þremur hæðum, forskalað timburhús. Samkvæmt frétt DV komst húsið í fréttir vegna þess að þar var starfræktur leikskóli sem lokað var í kjölfar ásakana um slæma meðferð á börnum. Talið er að erlendir verkamenn búi í húsinu.

Mikill viðbúnaður er á staðnum. Sérsveitin hefur verið kölluð til, en nú þegar eru þar fjórir sjúkrabílar og tíu lögreglubílar.

Uppfært:
Í frétt RÚV segir að sjónarvottar hafi sagt tvo menn á efstu hæð hússins, en óvíst er hvort þeir hafi komist út. Stúlka sást kasta sér út um glugga þess niður í ruslagám. Lögregla og sjúkralið er á staðnum og víkingasveit Ríkislögreglustjóra var kölluð til. Enn logar eldur út um glugga.

Þrír hafa verið fluttir á sjúkrahús.

Skömmu eftir klukkan hálf fjögur var þrennt leitt út í lögreglubíl út úr húsinu, tveir karlar og ein kona. Munu þau hafa verið íbúar í kjallaraíbúð hússins.

Reykur liggur yfir stóran hluta Vesturbæjarins og berjast slökkviliðsmenn nú við eldinn. Mestur eldur er á miðhæðinni og efstu hæðinni.

- Auglýsing -

Stór fjöldi fólks hefur safnast saman á svæðinu og fylgist með aðgerðunum. Sprengjuhætta  er á svæðinu og er íbúum hverfisins sagt að halda sig í hæfilegri fjarlægð frá húsinu.

Uppfært: 
Í tilkynningu frá lögreglunni kemur fram: Vegna bruna í húsi á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu í Reykjavík eru íbúar í nágrenninu minntir á að loka gluggum vegna reyks sem berst frá brunastaðnum.

Vinna á vettvangi stendur yfir og er fólk beðið um að halda sig fjarri á meðan slökkviliðið og lögreglan eru að störfum.

- Auglýsing -

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -