- Auglýsing -
Eldur kom upp í íbúðarhúsi við Skipasund um klukkan eitt í nótt og var slökkvilið kallað út. Þegar lögreglu og slökkvilið bar að garði höfðu íbúar komist út af sjálfsdáðum og fengu viðeigandi aðhlynningu á vettvangi.
Slökkvistarf gekk vel en höfðu nágrannar reynt að slökkva eldinn án árangurs. Tveir dælubílar voru kallaðir út vegna eldsins og tóku aðgerðir slökkviliðs um klukkustund. Kertagerð fyrir jólin var orsök eldsins.