Tilkynning barst lögreglu sem sinnir Vesturbænum, Miðborginni, Hlíðunum, Laugardal, Háaleiti og Seltjarnarnesi, varst tilkynning í gærkvöldi um eld í heimahúsi en þar hafði kviknað í rúmfötum. Slökkviliðið slökkti eldinn og reykræsti húsnæðið, samkvæmt dagbók lögreglunnar.
Þá sinnti sama lögreglustöðin útköllum vegna tveggja umferðaóhappa þar sem talsvert tjón varð á bílum en ökumenn sluppu ómeiddir.
Einnig barst tilkynning um innbrot í heimahús og í geymslu fjölbýlishúss. Aukreits var tilkynnt um þjófnað úr verslun.
Lögreglan sem sinnir Kópavogi og Breiðholti var kölluð út vegna umferðaróhapps þar sem eitthvað tjón varð á bílum en ökumenn sluppu með meiðsl. Sama lögreglustoð sinnti svo útkalli vegna líkamsárásar.