Miðvikudagur 25. desember, 2024
-1.2 C
Reykjavik

Eldur kviknaði í rútu við Vestfjarðagöng – Flutti ferðamenn af skemmtiferðaskipi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eldur kviknaði í rútu sem full var af ferðamönnum við Ísafjörð rétt í þessu.

Samkvæmt sjónarvotti sem Mannlíf ræddi við, komust allir ferðamennirnir út þegar kviknaði í rútu nærri Breiðadalsgöngum nærri Ísafirði rétt í þessu en rútan stendur í ljósum logum. Sjónarvotturinn sagði að rútan hafi verið full af ferðamönnum sem komið höfðu á Ísafjörð í skemmtiferðaskipi.

Hvorki náðist í lögreglu né slökkvilið Vestfjarða við gerð fréttarinnar.

Fréttin uppfærð klukkan 18:44

Allir 60 farþegarnir sem voru um borð eru heilir á húfi eftir eldsvoðann sem varð á veginum um Tungudal í Skutulsfirði. Þykja þeir heppnir að ekki fór verr.

Samkvæmt lögreglunni á Vestfjörðurm var veginum lokað á meðan unnið var að slökkvistarfi og vettvangsrannsókn og farþegarnir fluttir á brott með annarri rútu en rútan er gjörónýt.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -