Eldur kviknaði í rútu sem full var af ferðamönnum við Ísafjörð rétt í þessu.
Samkvæmt sjónarvotti sem Mannlíf ræddi við, komust allir ferðamennirnir út þegar kviknaði í rútu nærri Breiðadalsgöngum nærri Ísafirði rétt í þessu en rútan stendur í ljósum logum. Sjónarvotturinn sagði að rútan hafi verið full af ferðamönnum sem komið höfðu á Ísafjörð í skemmtiferðaskipi.
Hvorki náðist í lögreglu né slökkvilið Vestfjarða við gerð fréttarinnar.
Fréttin uppfærð klukkan 18:44
Allir 60 farþegarnir sem voru um borð eru heilir á húfi eftir eldsvoðann sem varð á veginum um Tungudal í Skutulsfirði. Þykja þeir heppnir að ekki fór verr.
Samkvæmt lögreglunni á Vestfjörðurm var veginum lokað á meðan unnið var að slökkvistarfi og vettvangsrannsókn og farþegarnir fluttir á brott með annarri rútu en rútan er gjörónýt.