Eldur kviknaði í þaki Húsaskóla í Grafarvogi í Reykjavík.
Samkvæmt frétt Ríkisútvarpsins gengur vel að slökkva eld sem kviknaði í þaki Húsaskóla í Grafarvogi í dag. Rífa þurfti frá þaki skólans til að komast að eldinum, samkvæmt Ásgeiri Halldórssyni aðstoðarvarðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu
Segir Ásgeir að einhver börn hafi verið í skólanum þegar eldurinn kviknaði en að þau hafi öll verið flutt í íþróttahúsið. Engin slys urðu á fólki. Að svo stöddu er ekki vitað um eldsupptök en iðnaðarmenn hafa verið í vinnu við að bræða þakpappa og er talið líklegt að það sé orsakavaldurinn.