Tilkynning barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, laust fyrir klukkan eitt í nótt, vegna reyks sem kom frá húsnæði fyrirtækis í hverfi 210. Lögregla sinnti ásamt slökkviliði. Kom í ljós að um minniháttar eld var að ræða, segir í dagbók lögreglu.
Í færslu slökkviliðisins sem birtist fyrir skemmstu segir að helstu tíðindi síðastliðinn sólarhring:
„Ber þar hæst eldur sem kom upp á Garðatorgi um eitt í nótt.
Þangað sendum við allan tiltækan mannskap af fjórum stöðvum. Slökkvistarf gekk vel en töluverður reykur var kominn um bygginguna. Vorum við með mannskap á staðnum til að verða þrjú í nótt.“
Umferðaslys á Hafnarfjarðarvegi
Klukkan 02:38 barst lögreglu tilkynning um alvarlegt umferðarslys í Garðabæ. Ein bifreið skemmdist mikið og var slökkvilið á staðnum sem beitti klippum til að ná ökumanninum út úr biðfreiðinni. Var hann fluttur á slysadeild til aðhlynningar.
Hér má sjá færslu slökkviliðsins í heild: