Eldur geysar í íbúðarhúsi að Stekkjarbakka við Elliðarárdal. Viðbragðsaðilar eru mættir á vettvang. Svo virðist sem eldur hafi breitt úr sér. Húsið hefur staðið autt í einhvern tíma og neglt hafði verið fyrir glugga þess.
Tveir dælubílar eru á vettvangi, tankbíll og lögregla.
Að sögn sjónarvotta er sem eldur sé farinn að teygja sig í gegnum þak hússins.
![](https://www.mannlif.is/wp-content/uploads/2024/02/stekkjarbakki01-300x169.jpg)
![](https://www.mannlif.is/wp-content/uploads/2024/02/stekkjarbakki02-300x169.jpg)
Í júlí síðastliðnum náði það í fréttir er útihús á sömu lóð brann til kaldra kola.
Mikla reykjalykt liggur nú yfir Stekkjahverfið og eru íbúar minntir á að loka gluggum.
Fréttin verður uppfærð
Bruninn við Stekkjarbakka: „Undarlegt að svæðið er ekki afgirt með borða lögreglu“