Eldurinn sem kviknaði í Höfðatorgi á ellefta tímanum í dag hefur verið slökktur.
Vel gekk að slökkva eldinn en hann kviknaði í veitingahúsi á neðstu hæð Turnsins við Höfðatorg í Reykjavík rétt fyrir hádegi. Þetta kemur fram í frétt RÚV.
![](https://www.mannlif.is/wp-content/uploads/2024/06/20240626_120719-1024x461.jpg)
Ljósmynd: Björgvin Gunnarsson
Byggingin var rýmd en um 400 manns starfar í húsinu þegar mest er. Tjónið er mikið, bæði vegna eldsins og vatnsins sem notað var við slökkvistarfið.
Samkvæmt frétt RÚV logaði eldurinn á veitingastað á neðstu hæð en enginn var þó í hættu og allir komust skjótt út. Reykur lagði yfir leikskólann Bríetartún sem er í næsta nágrenni við bygginguna og voru foreldrar beðnir um að sækja börn sín.
![](https://www.mannlif.is/wp-content/uploads/2024/06/20240626_120626-1024x461.jpg)
Ljósmynd: Björgvin Gunnarsson
Fjöldi fólks bar að enda mjög mikill viðbúnaður við Höfðatún, fjöldi slökkviliðsbíla, sjúkrabíla og lögreglubíla voru við húsið en héldu allir sér í hæfilegri fjarlægð.