Laugardagur 16. nóvember, 2024
-0.1 C
Reykjavik

Eldurinn hefur verið slökktur – Tjónið mikið

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eldurinn sem kviknaði í Höfðatorgi á ellefta tímanum í dag hefur verið slökktur.

Vel gekk að slökkva eldinn en hann kviknaði í veitingahúsi á neðstu hæð Turnsins við Höfðatorg í Reykjavík rétt fyrir hádegi. Þetta kemur fram í frétt RÚV.

Sjúkrabíll við Höfðatorg.
Ljósmynd: Björgvin Gunnarsson

Byggingin var rýmd en um 400 manns starfar í húsinu þegar mest er. Tjónið er mikið, bæði vegna eldsins og vatnsins sem notað var við slökkvistarfið.

Samkvæmt frétt RÚV logaði eldurinn á veitingastað á neðstu hæð en enginn var þó í hættu og allir komust skjótt út. Reykur lagði yfir leikskólann Bríetartún sem er í næsta nágrenni við bygginguna og voru foreldrar beðnir um að sækja börn sín.

Slökkviliðið að störfum.
Ljósmynd: Björgvin Gunnarsson

Fjöldi fólks bar að enda mjög mikill viðbúnaður við Höfðatún, fjöldi slökkviliðsbíla, sjúkrabíla og lögreglubíla voru við húsið en héldu allir sér í hæfilegri fjarlægð.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -