Laugardagur 11. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

Elísabet er þakklát fyrir tónlistaruppeldið: „Röddun meikar full­kominn sens í höfðinu á mér“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Afmælisbarn dagsins er söngkonan viðkunnalega, Elísabet Ormslev en nákvæmlega í dag er hún 29 ára í fyrsta skipti á ævinni.

Elísabet er ekki ókunnug sviðsljósinu en foreldrar hennar eru bæði þjóðþekktir einstaklingar, Helga Möller, söngdíva og Pétur Ormslev, fótboltagoðsögn. Sjálf hefur hún slegið rækilega í gegn sem söngkona en flestir kannast sjálfsagt við lögin hennar Sugar, Haunting og Elta þig svo einhver séu nefnd en það síðastnefnda söng Elísabet í Söngvakeppni Sjónvarpsins fyrir fáeinum árum. Þá ferðaðist hún um landið ásamt hljómsveitinni Albatross og skemmtu landanum í þáttunum Tónaflóð sem sýndir voru á Rúv fyrir stuttu.

Í lok ársins 2021 eignaðist Elísabet frumburð sinn ásamt kærasta hennar, Sindra Þór Kárasyni, fallegan dreng en hún birti afar snotrar ljósmyndir af honum á Instagram, líkt og foreldrar gera oft á tíðum.

Árið 2020 var Elísabet í viðtali hjá Fréttablaðinu þar sem hún ræddi Eurovision, ömmu sína og seinni heimsstyrjöldina og margt fleira áhugavert.

Í viðtalinu talar hún um tónlistaruppeldið sem hún er þakklát fyrir í dag.

„Mamma hefur alltaf getað leið­beint mér mikið í minni vinnu og ég þekkti ekkert annað þegar ég var að alast upp en að fylgjast með henni og þvælast með henni um allt þegar hún var að syngja svo ég er mjög heppin með það,“ sagði Elísa­bet.

- Auglýsing -

„Ég var mjög góð á fiðluna þó ég segi sjálf frá og eftir það nám er ég með mjög gott tón­eyra,“ segir hún, en Elísa­bet var í Suzuki-námi þar sem tón­list er spiluð eftir eyranu. „Ég er mjög þakk­lát fyrir þetta í dag því að hljóma­gangur og röddun meikar full­kominn sens í höfðinu á mér,“ sagði hún í viðtalinu.

Mannlíf óskar Elísabetu innilega til hamingju með afmælið!

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -