Í færslunni fer Eliza yfir það sem varð til þess að hún ákvað að flytja með Guðna Th. til Íslands en þau voru þá nýtrúlofuð. Þá fer hún einnig yfir það hvað það gat verið erfitt fyrir hana að vera innflytjandi og nefnir nokkur dæmi: „ Ég skrifaði í dagbókina mína, alveg án nokkurrar kaldhæðni, um þann vanda í þessu nýja landi að sum matvæli skorti alveg, einkum halloumi-ost (sem fæst núna) og gott creme fraiche (sem ég hef ekki enn fundið). Ég man líka að mánuðum saman gat ég ekki leigt spólur á vídeóleigunni því til þess þurfti kennitölu og þar var kerfið bara uppfært tvisvar á ári. Já, það var svo sannarlega erfitt fyrir mig að vera innflytjandi …“ Tók Eliza sérstaklega fram að hún hafi sjálf komið frá ríku landi og hafi haft innfæddan maka sem hjálpaði henni að venjast nýjum venjum og siðum og bætti við: „Þannig að ég mætti ekki sömu fordómum og margir aðrir innflytjendur.“
Færsluna má lesa í heild sinni hér fyrir neðan:
„Í dag eru slétt 20 ár frá því að ég flutti til Íslands. Skömmu síðar það ár keyptum við Guðni fyrstu íbúðina okkar (97 fermetrar í 101 Reykjavík fyrir 10,8 milljónir króna!). Ég fékk vinnu og byrjaði á íslenskunámskeiði (8 klukkustundir í viku, að loknum fullum vinnudegi). Ég skrifaði í dagbókina mína, alveg án nokkurrar kaldhæðni, um þann vanda í þessu nýja landi að sum matvæli skorti alveg, einkum halloumi-ost (sem fæst núna) og gott creme fraiche (sem ég hef ekki enn fundið). Ég man líka að mánuðum saman gat ég ekki leigt spólur á vídeóleigunni því til þess þurfti kennitölu og þar var kerfið bara uppfært tvisvar á ári. Já, það var svo sannarlega erfitt fyrir mig að vera innflytjandi …