Föstudagur 24. janúar, 2025
-1.2 C
Reykjavik

Ellert B. Schram er látinn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ellert B. Schram, fyrrverandi alþingismaður, ritstjóri, rithöfundur og íþróttamaður, er látinn, 85 ára að aldri, eftir erfið veikindi.

Ellert fæddist í Reykjavík 10. október 1939 en foreldrar voru þau Björgvin Schram kaupmaður og Aldís Þorbjörg Brynjólfsdóttir.

Fyrri eiginkona Ellerts er Anna Guðlaug Ásgeirsdóttir en seinni kona hans er Ágústa Jóhannsdóttir, hjúkrunarfræðingur og framhaldsskólakennari.

Ellert átti með Önnu börnin Ásdísi Björg, Arna (dáin 2022), Aldís Brynja og Höskuldur Kári. Börn Ellerts og Ágústu eru þau Eva Þorbjörg og Ellert Björgvin. Ellert átti einnig son utan hjónabands, Arnar Þór Jónsson, sem var ættleiddur.

Árið 1959 lauk Ellert stúdentsprófi við Verslunarskólann og fór svo til Lundúna í nám á árunum 1959-1960. Þá lauk hann lögfræðiprófi frá Háskóla Íslandsa árið 1966 og árið 1967 öðlaðist hann héraðsdómsréttindi.

Samhliða þess að hann var blaðamaður á Vísi og starfsmaður við heildsölu föður síns, var Ellert stórstjarna í KR og hjá íslenska landsliðinu í knattspyrnu. Þá var hann fulltrúi á málflutningsstofu Eyjólfs K. Jónssonar, skrifstofustjóri borgarverkfræðings í Reykjavík áður en hann var ráðinn sem ritstjóri Vísis og seinna DV, við hlið Jónasar Kristjánssonar.

- Auglýsing -

Sjálfstæðisflokkurinn heillaði Ellert er hann var ungur að árum en hann var formaður Stúdentaráðs HÍ 1963-1964 og varaformaður Orators sem og formaður SUS 1969-1973. Þá sat hann í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins. Þá má einnig nefna að Ellert varð formaður Knattspyrnusambands Íslands 1973-1978 en einnig gengdi hann fjölmörgum ábyrgðarstöðum um ævina.

Vísir sagði frá andlátinu.

 

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -