Mánudagur 4. nóvember, 2024
7.8 C
Reykjavik

Ellert er látinn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ellert Eiríksson, fyrrverandi bæjarstjóri Reykjanesbæjar, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, þann 12. nóvember síðastliðinn. Ellert var 85 ára.

Ellert fæddist á Járngerðarstöðum í Grindavík 1. maí 1938, sonur Eiríks Tómassonar og Hansínu Kristjánsdóttur. Þriggja ára flutti hann til Keflavíkur og gekk þar í skóla og var í fyrsta útskriftarhópnum frá Gagnfræðaskólanum í Keflavík, að því er fram kemur í frétt Mbl.is.

Ellert fékk snemma áhuga á stjórnmálum en hann var einungis 12 ára er hann gekk í Sjálfstæðisflokkinn. Á árunum 1987 til 1990 var hann varaþingmaður Sjálfstæðisflokkins í Reykjaneskjördæmi og tók oft sæti á því tímabili.

Þá var Ellert sveitarstjóri Gerðahrepps frá 1982 til 1990 og bæjarstjóri í Keflavík frá 1990 til 1994. Þá varð hann fyrsti bæjarstjóri Reykjanesbæjar og gengdi því hlutverki til ársins 2002.

Ellert sinnti ýmum félagsmálum samhliða sveitarstjórnarstarfa en hann var félagi í JC Suðurnes og Lionsklúbbi Keflavíkur. Einnig var hann mikill áhugamaður um íþróttir.

- Auglýsing -

Ellert lætur eftir sig eiginkonuna Guðbjörg Sigurðardóttur en dóttir þeirra er Guðbjörg Ósk Börn Ellerts frá fyrra hjónabandi eru þau Eiríkur (látinn), Jóhannes og Elva. Börn Guðbjargar eru Sigurður Ingi, Páll og Una Björk.

Útför Ell­erts fer fram frá Kefla­vík­ur­kirkju fimmtu­dag­inn 23. nóv­em­ber kl. 13.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -