Valborg Elsa Haraldsdóttir, hárgreiðslumeistari og frumkvöðull, er fallin frá og greindi mbl.is frá andláti hennar en hún var 76 ára gömul. Elsa fæddist á Ísafirði árið 1948 og voru foreldrar hennar Haraldur Valdimarsson verkstjóri og Brynhildur Jónasdóttir ljósmóðir. Elsa ólst upp á Ísafirði en flutti Reykjavíkur árið 1966 til þess að læra hárgreiðslu og lauk hún sveinsprófi árið 1968 og fékk meistarabréf þremur árum síðar. Auk þess að reka snyrtistofu frá 1971 til 2024 átti hún einnig heildsölu sem flutti inn margar af þekktustu hárvörum heims. Þá vann Elsa til fjölda verðlauna á ferlinum og tók þátt í sýningum og sinnti kennslu bæði erlendis og hérlendis. Hún útskrifaði yfir 100 nemendur í hársnyrtiiðn en menntun í faginu stóð henni mjög nærri. Hún var sömuleiðis verðlaunuð af Félagi kvenna í atvinnurekstri fyrir að vera konum í atvinnurekstri sérstök hvatning og fyrirmynd. Elsa lætur eftir sig eitt barn.