Miðvikudagur 22. janúar, 2025
-1 C
Reykjavik

Elvar á Ítalíu svarar Eflingu: „Höfum enga opinbera styrki fengið vegna Covid“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eigandi veitingastaðarins Ítalíu harmar mótmæli Eflingar og að andlit hans hafi verið á spjöldum mótmælenda.

Elvar Ingimarsson, eigandi veitingastaðarins Ítalía, sem mikið hefur verið í fréttum undanfarið en Mannlíf sagði fyrst fjölmiðla frá erfiðleikum starfsfólks Ítalíu vegna vangoldinna launa, í maí á þessu ári.

Sjá einnig: Eigandi Ítalíu skuldar starfsfólki laun: „Ég trúi ekki að þetta sé að gerast á Íslandi“

Efling, með Sólveigu Önnu Jónsdóttur í fararbroddi mótmæltu í gær fyrir utan Ítalíu og veifuðu þar slagorðum og myndum af eiganda staðarins, Elvari Ingimarssyni en hann skuldar fjölda starfsmanna laun.

Elvar sendi fjölmiðlum yfirlýsingu vegna frétta af Ítalíu. Byrjar hann á því að útskýra fjárhagsvandræði veitingastaðarins og tekur fram að staðurinn hafi ekki fengið neinn opinberan styrk vegna Covid eins og kom fram í einhverri fréttinni, heldur hafi það verið fyrrum eigendur staðarins sem fengu þá styrki. Elvar viðurkennir í tilkynningunni launaskuld sína sem hann segir nema tveimur milljónum króna en að unnið sé að því að greiða úr því. Þá segir að mótmæli Eflingar séu honum „afar þungbært“ og greinilegt að þeim hafi verið ætlað að skaða reksturinn og tefja fyrir úrlausn mála.

Hér má lesa fréttatilkynninguna í heild:

- Auglýsing -

„Vegna frétta um rekstur veitingastaðarins Ítalíu er rétt að eftirfarandi komi fram.

Ég undirritaður Elvar Ingimarsson kaupi veitingastaðinn Ítalíu í maí 2023. Fljótlega eftir kaupin kom fyrsta áfallið við reksturinn þegar húseigandi á Laugavegi ákvað að endurnýja ekki leigusamning við veitingastaðinn. Af þeim sökum þurftum við að flytja í árslok 2023 og flutti veitingastaðurinn á Frakkastíg.

Það er alltaf erfitt að flytja rótgrónn veitingastað í nýtt húsnæði.

- Auglýsing -

Það er líka rétt að árétta að við höfum enga opinbera styrki fengið vegna Covid eins og fram hefur komið. Þeir styrkir hafa runnið til fyrri eiganda.

Það hefur verið mjög krefjandi að reka veitingastaði í núverandi rekstrarumhverfi, sem einkennist af háum vöxtum, verðbólgu þar sem aðföng hafa hækkað stjórnlaust og hækkandi launakostnaði.

Erfiðleikar við greiðslu launa

Það er rétt sem komið hefur fram að við höfum lent í nokkrum erfiðleikum varðandi launagreiðslur til starfsfólks og vegna launatengdra gjalda.  Eins hefur verið erfitt að fá hæft fólk til starfa og hefur það leitt til þess að starfsmannavelta hefur verið meiri en æskilegt er.  Sem stendur skuldum við um 2 milljónir króna í ógreidd laun sem samsvarar um 2% af þeim launum sem hafa verið til greiðslu á þessu ári. Vinnan við að leysa úr því er í fullum gangi og viljum við biðja um vinnufrið á meðan sú vinna er í gangi.

Við erum langt í frá eini rekstraraðili í veitingageiranum sem glímir við fjárhagsvanda og bera tölur um gjaldþrot þess skýr merki. Við ætlum að reyna að takast á við vandann og leysa hann en ekki færa hann á nýja kennitölu eins og tíðkast gjarnan.

Það er mér afar þungbært að stéttarfélagið Efling kjósi að efna til mótmæla fyrir utan veitingastað okkar og persónugera þau með myndum af mér. Tilgangurinn er, að manni sýnist, að skaða reksturinn sem mest þannig að okkur sé ekki kleift að vinna að lausn þessara mála og gera upp útistandandi skuldir.

Elvar Ingimarsson
Eigandi Ítalíu“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -