Fimmtudagur 26. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Endaði einhentur eftir blackout á Spáni: „Fíkniefnadjöfullinn hann hrifsar allt frá þér“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Einar Örn Sigurðsson eða Einsi glæpur eins og hann oft kallaður segir frá sögu sinni þegar hann missti handlegginn 8. nóvember 2017 og átakalegum atburðum í einlægu viðtali hjá Reyni Traustason. Leiðir Einars og Reynis lágu saman árið 2005 við gerð bókarinnar Skuggabörn þar sem saga og þátttaka Einars spilaði viðamikinn þátt. Þættirnir Hvað varð um Skuggabörn eru aðgengilegir á vefTV Mannlífs.

„Sagan er nú bara sú að á þessum tíma var ég ungur að aldri og ekki með þroska til að sjá hvert líf mitt stefndi næstu 35 árin, og að ánetjast fíkniefnum. En á þessum tíma var ég ungur, og alls kyns viðurnefni að festast við fólk. Ég tók seint stökk til að stækka og var smeykur við að verða kallaður Einar-litli. Því fór ég sjálfur að korta á veggina Einar-glæpur og þannig byrjaði þetta allt saman,“ útskýrir Einar og segist hafa fengið þetta sjálfvalda viðurnefni í bakið á síðari árum, enda er Einsi glæpur góðkunningi lögreglunnar.

Einar og Reynir rifja upp af hverju leiðir þeirra lágu saman en það var vegna tilkomu móður sem misst hafði dóttur sína í bílslysi. Hún hafði samband við Reyni um skrif bókarinnar og nefnt Einar sem einn af vinum stúlkunnar. Einar var þá edrú og samþykkti að að leggja málstaðnum lið.

„Ég vil að skilaboðin séu tær og skýr af hverju ég er kominn hingað og það er af því ég vil vara ungmenni og aðra við að vera að fikta í þessu – Ekki vera að taka sjensinn á þessu,“ segir Einar og segist eiga erfitt með að horfa á sjálfan sig í dag í spegli; einhentan eftir „blackout“ á Spáni.

„Hefðir þú ekki leiðst út í neyslu, hvað hefði orðið úr þér?“ spyr Reynir.

„Ég hefði orðið Messi Íslands eða Maradonna,“ svarar Einar og lýsir sjálfum sér sem ofvirku og síhlaupandi barni. „Eða lögfræðingur eða sálfræðingur eða eitthvað -Mér voru allir vegir færir,“ og segist hafa fæðst inn í forréttindi og með öll tækifæri.

- Auglýsing -

„En það fór svona. Fíkniefnadjöfullinn hann hrifsar allt frá þér.“

Viðtalið við Einar Örn er aðgengilegt hér fyrir áskrifendur vefTV Mannlífs 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -