Fimmtudagur 2. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Engin bilun í kosningakerfum þrátt fyrir meiningar á Twitter: „Svarhlutfall símtala var 99,6%“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Framkvæmdastjóri Söngvakeppninnar segir ekki að sjá að neitt hafi farið úrskeiðis í símakosningu í gærkvöldi. Svarhlutfall símtala hafi verið 99,6 prósent.

Það hefur líklega ekki farið fram hjá mörgum að systurnar Sigga, Beta og Elín fóru með sigur af hólmi í Söngvakeppni sjónvarpsins í gær og verða þannig framlag Íslands í Eurovision í maí. Lag þeirra, Með hækkandi sól, er samið af tónlistarkonunni Lovísu Elísabetu Sigrúnardóttur sem landsmenn þekkja sennilega betur sem LayLow.

Fljótlega eftir að úrslit Söngvakeppninnar voru ljós fór af stað umræða um að ekki hefði verið hægt að hringja inn í ákveðin númer í símakosningunni. Hæst í þessari umræðu fóru stuðningsmenn Reykjavíkurdætra, sem hrepptu annað sætið í keppninni. Á Twitter fullyrtu sumir að þeir hefðu ekki náð inn þegar kjósa átti sveitina. Rúnar Freyr Gíslason, framkvæmdastjóri keppninnar, segir hins vegar ekki að sjá að neitt hafi farið úrskeiðis.

„Við nánari greiningu núna í morgun þá er ekki að sjá að það hafi verið nein sérstök vandamál við afgreiðslu símtala eða sms-a inn á kosningakerfið sjálft. Svarhlutfall símtala var 99,6% og frávísanir vegna álags voru bara 0,4% og þau voru ekki bundin við ákveðin kosninganúmer,“ segir Rúnar í samtali við RÚV.

Rúnar Freyr Gíslason, framkvæmdastjóri Söngvakeppninnar.

Venju samkvæmt voru einhverjir sem náðu ekki í gegn með sín atkvæði þegar sem mest álag var á kerfinu. Málið var skoðað með Vodafone, sem sá um atkvæðagreiðsluna og miðað við þá greiningu var ekkert óvenjulegt við svarhlutfallið. Rúnar segir þetta ekki í fyrsta sinn sem þessi umræða skapist.

Hann nefnir sérstaklega að fólk sem sé með frelsisreikninga lendi oft og tíðum í vandræðum í kosningum sem þessari, þegar það eigi ekki næga inneign.

- Auglýsing -

„Sá sem ég talaði við bendir hins vegar á að stundum getur fólk ekki kosið ef það er með svokölluð frelsisnúmer og það hefur oft valdið misskilningi hjá notendum; að þeir haldi að þeir eigi inneign fyrir þessu en eiga ekki,“ segir Rúnar í samtali við RÚV.

Hann áréttar að svarhlutfallið sé í samræmi við það sem venjulega sé og að frávísanir vegna álags, sem voru aðeins um 0,4 prósent, hafi ekki verið bundin við ákveðin kosninganúmer.

- Auglýsing -

Þessi hafði vit á því að reyna ekki:

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -