Laugardagur 21. desember, 2024
1.8 C
Reykjavik

Engin svör fást um öryggisráðstafanir á Alþingi: „Áhættumatið er í sífelldri endurskoðun“  

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hvorki forsætisráðuneytið né embætti ríkislögreglustjóra svara spurningum Mannlífs um öryggismál Alþingis.

Lögfræðingurinn Katrín Oddsdóttir vakti athygli á því á dögunum að þingkona hafi tjáð henni að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra væri með vopnaða lífverði inni á Alþingi. Þar skrifaði hún meðal annars: „Þar sem ég tuðaði yfir þessu í byrjun fundar af nokkru offorsi sagði þingkonan mér að önnur birtingarmynd óttans væri sú staðreynd að nú valsaði forsætisráðherra um með vopnaða lífverði, INNANHÚSS í Alþingi! Heldur Bjarni Ben í alvöru að einhver þingmaður eða starfsmaður Alþingis ætli að gera tilraun til að vega hann?“

Sjá einnig: Segir Bjarna Benediktsson vera með vopnaða lífverði á Alþingi: „Svona elur á ótta og sundrungu“

Mannlíf sendi eftirfarandi spurningar á forsætisráðuneytið:

„Er forsætisráðherra með lífverði innandyra á Alþingi? Ef já, af hverju og hversu marga? Hvað kostar það á mánuði? Eru fleiri ráðherrar eða þingmenn með lífverði á Alþingi?
Ef já, hverjir?“

Svarið sem barst frá ráðuneytinu var eftirfarandi:

- Auglýsing -

„Ríkislögreglustjóri fer með öryggi æðstu stjórnar ríkisins og því þyrftir þú að beina spurningunum þangað.“

Mannlíf sendi sömu spurningar til Ríkislögreglustjóra sem kvaðst ekki geta svarað spurningum um „útfærslur og viðmið á öryggisráðstöfunum fyrir æðstu ráðamenn þjóðarinnar“.

Hér má sjá svarið í heild sinni:

- Auglýsing -

„Embætti ríkislögreglustjóra getur ekki svarað spurningum um útfærslu eða viðmið á öryggisráðstöfunum fyrir æðstu ráðamenn þjóðarinnar. Öryggisráðstafanir æðstu stjórnar byggjast á áhættumati sem byggir á fyrirliggjandi upplýsingum sem koma víða að; af opnum miðlum, stjórnsýslu, lögreglu og einstaklingum. Út frá greiningu á þeim upplýsingum eru öryggisráðstafanir vegna öryggis ráðherra ríkisstjórnar Íslands ákveðnar og er vert að nefna að áhættumatið er í sífelldri endurskoðun.“  

 

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -