Borgarleikhúsið hefur tekið þá ákvörðun að fella niður sýningar á Emil í Kattholti í dag.
Ástæðan er sú að meðlimur leikhópsins er kominn í sóttkví. Borgarleikhúsið segist ekki eiga annarra kosta völ en að fella sýningarnar niður að svo stöddu. Leikhúsið harmar stöðuna sem upp er komin en tekur fram að miðasala muni finna nýjan sýningartíma fyrir þá gesti sem áttu miða á Emil í dag.
„Okkur þykir leitt að þurfa að fella niður sýningu en hlökkum til að taka á móti gestum í Kattholt hið allra fyrsta!“ segir í tilkynningu Borgarleikhússins.