Óveður geysar nú á landinu og þurfti því að aflýsa flugferðum frá Keflavíkurflugvelli í morgun.
Íslensku flugfélögin Play og Icelandair aflýstu samtals sjö flugum nú í morgun sem áttu öll að fljúga til Evrópu. Wizz Air og Eas Jet seinkuðu flugferðum sínum í morgun og innanlandsflugum í dag aflýst.
Play þurfti því miður að aflýsa flugferðum til Alicante og Tenerife en höfðu þau beðið farþega um að mæta fyrr svo hægt væri að flýta fluginu og vera þannig á undan veðrinu. Það gekk þó ekki eftir en skal tekið fram að slíkar aðgerðir hafa oft gengið vel.
Morgunblaðið ræddi við Nadine Guðrúnu Yaghi, upplýsingafulltrúa Play sem sagði farþegana sýna aðstæðum skilning.
„Veðrið er eitthvað sem við ráðum alls ekki við og farþegar sýna þvi sem betur fer skilning þó þeir þurfi að fresta því um einn dag að komast í sólina,’’ sagði Nadine um stöðuna.