Landhelgisgæslan fann ekki neinn hvítabjörn eftir þyrla hennar var kölluð út. Löreglan á Vestfjörðum óskaði eftir aðstoð gæslunnar eftir að kom í ljós að borgarísjaki væri vestur af Vestfjörðum og eiga hvítabirnir til að fá far með slíkum ísjökum. Gæslan leitaði vel að hvítabirni á ísjakanum en fann ekki slíkan en aðeins eru tveir mánuðir síðan hvítabjörn var felldur á Höfðaströnd. Björninn hafði þá verið á rölti nálægt sumarbústað í nágrenninu en Ásthildur Gunnarsdóttir, sem er á níræðisaldri, náði að flýja inn í hús. Hvítabjörninn á að hafa verið í þriggja metra fjarlægð frá húsinu. Björninn var felldur stuttu eftir það af sérsveitarsveit Landhelgisgæslunnar.