Föstudagur 3. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Enginn slasaðist er snjóflóð féll ofan við Dalvík – Líklegast af mannavöldum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Enginn slasaðist er féll snjóflóð úr Böggvistaðafjalli ofan við Dalvík. Tveir sjúkrabílar voru sendir af stað frá Akureyri sem og björgunarsveitir kallaðar út sem og þyrla Landhelgisgæslunnar. Þá var aðgerðastjórn virkjuð á Akureyri.

Upplýsingafulltrúi Landsbjargar, Jón Þór Víglundsson sagði í samtali við RÚV að ekki hafi í fyrstu verið ljóst hvort einhver hafi orðið fyrir flóðinu. Samskiptastjóri Almannavarna, Hjördís Guðmundsdóttir staðfesti svo síðar að allir viðbragðsaðilar hafi verið kallaðir til baka, eftir að ljóst var að enginn hafði lent í flóðinu.

Böggvistaðafjall er vinsælt til skíðanotkunar en Elín Björk Unnarsdóttir, framhaldsskólakennari og veðurfræðingur á Dalvík, sagði í samtali við fréttastofu að líklegast hafi flóðið verið af mannavöldum þar sem heiðskírt sé og glampandi sól.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -