Föstudagur 10. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

„Enginn starfsmaður verður hjá Tempó á Íslandi eftir 3 ár“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Matthías Ásgeirsson, formaður félagsins Vantrúar og einnig viðskiptafræðingur, telur að metsala á hlutafé í Kauphöllinni muni enda í tárum. Í morgun hefur verið greint frá því, og það á jákvæðum nótum, að hlutabréfa Origo hefur rokið upp í Kauphöllinni eftir að félagið tilkynnti seint í gærkvöldi um sölu á öllum 40 prósenta eignarhlut sínum í Tempo fyrir um 28 milljarða króna.

Kaupandinn er bandarískur fjárfestingarsjóður, Diversis Capital, en Tempo er íslenskt hugbúnaðarfyrirtæki sem var stofanð árið 2009 af starfsfólki TM Software. Starfsmannafjöldi Tempo er hátt í 200 manns í dag.

Matthías segir þessar fregnir séu ekki eins jákvæðar og við fyrstu má sýnast. „Það er vonandi verið að skoða viðskipti síðustu viku vandlega, nokkur hækkun dagana á undan gæti bent til þess að einhverjir hafi vitað eitthvað. Mikið er líka gott að losna við enn eitt hugbúnaðarfyrirtæki úr eigu íslendinga!,“ skrifar hann á Twitter og má ætla að hann sé að beita kaldhæðni.

Því ekki eru spádómar hans jákvæðir. Þeir koma í næsta tísti:

„Spádómar:

* söluandvirði verður allt greitt til hluthafa. Eftir stendur verðminna fyrirtæki.

- Auglýsing -

* enginn starfsmaður verður hjá Tempó á Íslandi eftir 3 ár.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -