Enn sem komið er Kristrún Frostadóttir ein í formannsframboði hjá Samfylkingunni en flokkurinn heldur landsþing í október.
Logi Einarsson, núverandi formaður flokksins ákveðið að stíga af stalli sem formaður nú í haust og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefur gefið það út að hann hyggist ekki bjóða sig fram þrátt fyrir mikinn stuðning.
Helga Vala Helgadóttir, leikkona og þingflokksformaður Samfylkingarinnar hefur reynslu af þingstörfum og þykir hafa mikla persónutöfra. Mannlíf spurði Helgu Völu beint út hvort hún hyggðist bjóða sig fram og var svarið stutt en laggott: „Nei það hef ég ekki hugsað mér.“
Leið Kristrúnar að formannssætinu er því enn nokkuð bein og breið og verður að teljast afar líklegt að hún verði arftaki Loga í embættinu.