Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu spilaði í gær æfingaleik við enska landsliðið en leikurinn var hluti af undirbúningi enska landsliðsins fyrir EM í knattspyrnu í sumar. Margir veðbankar og knattspyrnusérfræðingar telja enska liðið sigurstranglegasta liðið á mótinu í sumar.
Enska liðið átti hins vegar ekki mögulega gegn því íslenska í gær en þrátt fyrir að vera með boltann meira en 60% af spilatíma leiksins skapaði Ísland sér mun hættulegri færi og sigraði leikinn 0-1 og var í raun heppni fyrir England að sigur Íslands var ekki stærri.
Einkunnagjöf leikmanna Íslands:
Hákon Rafn Valdimarsson – 7
Bjarki Steinn Bjarkason – 8
Sverrir Ingi Ingason – 9
Daníel Leó Grétarsson – 8
Kolbeinn Birgir Finnsson – 7
Mikael Neville Anderson – 7
Arnór Ingvi Traustason – 8
Jóhann Berg Guðmundsson – 9 – Maður leiksins
Jón Dagur Þorsteinsson – 8
Andri Lucas Guðjohnsen – 6
Hákon Arnar Haraldsson – 9
Varamenn:
Stefán Teitur Þórðarson – 7
Aðrir spiluðu ekki nóg til að fá einkunn.