Nokkrar horaðar kindur bíða enn eftir að bændurnir á Höfða sæki þær til nágranna síns að sögn Steinunnar Árnadóttur en segir þær hafa vatn og hey til átu.
Sjá einnig: Nýjar ljósmyndir frá „hryllingnum á Höfða“: „Eigendur svara ekki lögreglu“
Steinunn Árnadóttir skrifaði framhaldsfærslu um það sem hún kallar „Hryllingurinn á Höfða en hún hefur verið óþreytandi við að benda á slæman aðbúnað fjársins á Höfða í Borgarfirði en talið er að um 1.200 kindur séu á bænum en aðeins sé pláss fyrir um 300 í fjárhúsinu. Kindur beri úti og svangir hrafnar og refir hugsi sér gott til glóðarinnar.

Ljósmynd: Steinunn Árnadóttir
Í færslunni segir hún að „vesalings kindurnar“ bíði enn eftir að eigandinn sæki þær. Segir hún í færslunni að sá sem hafi kindurnar undir höndum sé að íhuga að fara með þær í „kaupstaðaferð“ þar sem þær yrðu afhentar sveitastjóra Borgarbyggðar, Stefáni Brodda Guðjónssonar. Segir hún ennfremur að sá sem sinnir búfjáreftiliti á svæðinu fyrir Matvælastofnun hafi sagt í dag að „féð á Höfða væri með besta móti.“ Myndirnar tala hins vegar sínu máli.

Ljósmynd: Steinunn Árnadóttir
„Framhald: Hryllingurinn á höfða
Í búfjárlögum segir: https://www.althingi.is/lagas/nuna/2013038.html