Fimmtudagur 2. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Enn bólar ekkert á úrslitum undankeppna Söngvakeppninnar – Í fyrra birtust tölurnar 6. mars

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Nú, meira en mánuði eftir að undenkeppnir Söngvakeppni sjónvarspins fóru fram, hefur Ríkisútvarpið ekki ennþá birt niðurstöður úrslitanna.

Undankeppnirnar fyrir Söngvakeppni sjónvarpsins fóru fram 17. febrúar og 24. febrúar en meira en mánuði síðar hafa úrslitin ekki verið kynnt, það er að segja tölfræðin. Samkvæmt heimildum Mannlífs hafa þátttakendur undankeppninnar ekki enn fengið að sjá lokatölur kosninganna. Kona sem sendi framkvæmdarstjóra keppninnar, Rúnari Frey Gíslasyni tölvupóst fyrir tveimur vikum og spurði hann hvenær mætti vænta þess að úrslitin verði gerð opinber, fékk svar þann 14. mars þar sem fram kom að úrslitin verði kunngjörð „á allra næstu dögum“. Enn bólar ekkert á úrslitunum.

Aníta og Væb komust áfram úr fyrri undankeppninni en Hera Björk, Bashar Murad og Sigga Ózk komust áfram í seinni undankeppninni en eins og fram kemur hér fyrir ofan, liggja nákvæmar niðurstöður ekki enn fyrir, að minnsta kosti ekki opinberlega. Hera Björk og Bashar Murad kepptu svo til úrslita í einvíginu en Hera Björk stóð uppi sem sigurvegari en í ljós kom ýmsir vankantar við framkvæmd kosninganna en eftir að RÚV rannsaki málið voru úrslitin látin standa.

Það að nákvæmar kosningatölur hafi ekki enn verið birtar úr undanúrslitakvöldunum, rúmum mánuði eftir að þau fóru fram þykir sæta furðu en í fyrra birtust kosningatölurnar tveimur dögum eftir úrslitakvöld Söngvakeppninnar eða 6. mars. Rúnar Freyr Gíslason, framkvæmdarstjóri keppninnar hefur ekki svarað ítrekuðum tölvupóstum Mannlífs um málið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -