Sunnudagur 12. janúar, 2025
6.8 C
Reykjavik

Enn ein viðvörunin – Veðrið gæti orðið varasamt vegfarendum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Enn ein gula viðvörunin dynur á landsmönnum á morgun með suðaustan stormi um mestallt land. Sumsstaðar verða viðvaranir appelsínugular, til að mynda á Faxaflóa, Breiðafirði, Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. Veðrið gæti orðið varasamt vegfarendum.

Á höfuðborgarsvæðinu verður viðvörunin gul og eflaust margir farnir að fá sig fullsadda af þessu ástandi, en stöðugar lægðir hafa gert landsmönnum lífið leitt undanfarna mánuði.

„Mjög djúp lægð er væntanleg að Hvarfi í fyrramálið. Sendir hún skil yfir landið með stormi eða roki, talsverðri rigningu og hlýnandi veðri,“ segir á vef Veðurstofunnar.

Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir í samtali við fréttastofu RÚV að veðrið verði líklega verst á Norðurlandi vestra.

„Það er verið að spá 20-28 metrum á sekúndu.  Það er víðs vegar um vestanvert landið. Það eru appelsínugular viðvaranir á Faxaflóa, Breiðafirði, Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. Ef maður þyrfti að velja einhver svæði sem væru sýnu verri en annað þá væru það Norðurland vestra, þeir eru með mestan vindinn, en á hinum svæðunum þar sem eru appelsínugular viðvaranir verður þetta líka mjög slæmt.“

Hlýindi og mikil úrkoma fylgja lægðinni og því er viðbúið að leysingar gætu orðið nokkrar. Fólki er því ráðlagt að vera vakandi fyrir miklu vatni sem geti safnast á götur, sem og að hreinsa frá ræsum.

- Auglýsing -

Fyrsta viðvörunin tekur gildi klukkan 10 í fyrramálið. Birta segir að eftir það fari þær að tínast inn ein af annarri. „Rétt eftir miðnætti annað kvöld eru síðustu viðvaranirnar að renna út.“

Á RÚV segir að veðrið gæti orðið varasamt vegfarendum, samkvæmt veðurfræðingi hjá Vegagerðinni. Blint verður með skafrenningi á Sandskeiði og Hellisheiði frá því um klukkan 8. Reikna má með hátt í þrjátíu metrum á sekúndu með vatnsveðri frá því um klukkan 11 á Reykjanesbraut.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -