Hestakonan og organistinn Steinunn Árnadóttir hefur verið óþreytandi í baráttu sinni fyrir velferð dýra í Borgarnesi síðustu mánuðina. Hefur hún meðal annars birt ljósmyndir af illa förnum hrossum og nautgripum sem koma frá sama bænum. Þá hefur hún ítrekað bent Mast á illa meðferð á dýrunum en stofnunin hefur verið heldur treg í taumi með aðgerðir.
Í nýrri færslu á Facebook birtir Steinunn ljósmynd af nautgripum af bænum og skrifar eftirfarandi texta:
„Staðan í Bæjarsveit í morgun 9.nóvember:
Nautgripir eru heylausir og vatnslausir.
MAST er í fríi. Svarar síma eftir áramót!“