Föstudagur 22. nóvember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Enn um dýraníð í Borgarnesi: „Einn hestur liggur. Sennilega dauður“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hestakonan og organistinn Steinunn Árnadóttir hefur verið óþreytandi í baráttu sinni fyrir velferð dýra í Borgarnesi síðustu mánuðina. Hefur hún meðal annars birt ljósmyndir af illa förnum hrossum og nautgripum sem koma frá sama bænum. Þá hefur hún ítrekað bent Mast á illa meðferð á dýrunum en stofnunin hefur verið heldur treg í taumi með aðgerðir.

Í nýrri færslu á Facebook birtir Steinunn ljósmynd af nautgripum af bænum og skrifar eftirfarandi texta:

„Staðan í Bæjarsveit í morgun 9.nóvember:
Nautgripir eru heylausir og vatnslausir.

Hestar sem fluttir voru úr Borgarnesi á sunnudagskvöld og sameinaðir horuðu nautgripunum standa í drullu á smá túnbletti.
Einn hestur liggur. Sennilega dauður.
Fóðrið sem þau fá eru margra ára gamlar heyrúllur (sjá mynd).
Þá á eftir að tala um þá 100-200 nautgripi sem eru læstir inni og hafa ekki sést í 3 ár( má þó sjá á myndum inná fasteignir.vísir )
Í gær lenti ég næstum undir traktor með haugsugu á eftir sér. Ég var á ferð um veginn sem liggur að næsta bæ og sá vegur liggur framhjá umræddum nautgripum. Ég vona að eigandi traktorsins sé vel tryggður.
Ekki er hægt að mæla með að fólk mæti á staðinn og líti á aðstæður!

MAST er í fríi. Svarar síma eftir áramót!“

Ljósmynd frá bænum
Ljósmynd: Steinunn Árnadóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -