Föstudagur 22. nóvember, 2024
-2.8 C
Reykjavik

Enrico náði einstökum ljósmyndum af eldgosinu: „Þegar gosið hófst hljóp ég strax í Vesturbæinn“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ljósmyndari náði stórkostlegum ljósmyndum af eldsgosinu en þær er öðruvísi en þær fjölmörgu ljósmyndir sem borist hafa í fjölmiðlum af gosinu til þessa.

Enrico er ítalskur ljósmyndari sem búið hefur á Íslandi undanfarin ár en hingað kom hann til að læra íslensku en hann stundar nú háskólanám í Reykjavík. Segir Enrico í samtali við Mannlíf að á undanförnum árum hafi hann byrjað að sinna samskiptaverkefni um Norðurlönd, aðallega Ísland, Færeyjar og Noreg.

„Kvöldið þegar gosið hófst hljóp ég strax í Vesturbæinn til að taka nokkrar myndir og síðan aðeins lengra í átt að Garðabæ og Hafnarfjörð,“ segir Enrico aðspurður um tildrög þess sem hann náði þessari fallegu ljósmynd. Og hann heldur áfram: „Þegar ég kom til baka tók ég eftir því að Segulmælingastöðin í Lerivogi var að sýna einhverja hreyfingu svo ég stoppaði í Vesturbænum í von um að fá ljós, sem ég gerði á endanum!“

Hér má sjá aðra frábæra ljósmynd sem Enrico tók af gosinu:

Eldar
Ljósmynd: Enrico – Tales of the North

Enrico heldur úti Facebook-síðunni Tales from the North þar sem hann birtir gullfallegar ljósmyndir sínar frá Íslandi en einnig er hann með Instagramsíðu undir sama nafni.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -