Í sumar ákvað að Reykjavíkurborg að leita til hagsmunaaðila um reglur borgarinnar sem snúa að áfengissölu íþróttamannvirkjum hennar en eins og staðan er í dag er það bannað í reglum borgarinnar. Þó hafa verið veitt leyfi fyrir áfengissölu í íþróttamannvirkjum borgarinnar á undanförnum árum og er hægt að nefna KSÍ í því samhengi en sambandið hefur selt áfengi á landsleikjum síðan árið 2022.
Umboðsmaður barna sagði í umsögn sinni til borgarinnar að áfengissala í íþróttamannvirkjum samrýmist ekki bestu hagsmunum barna og hafa sumir sagt að áfengissala eigi ekki heima í íþróttaheiminum vegna lýðheilsusjónarmiða. Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri KSÍ, sagði í samtali við Mannlíf um málið að um sé að ræða sjálfsagða þjónustu og reynsla sambandsins af áfengissölu væri mjög jákvæð.
Því spyr Mannlíf lesendur sína: Er eðlilegt að KSÍ selji áfengi?
Könnun þessari lýkur klukkan 12:00 þann 1. október.