Glúmur Baldvinsson er skemmtilegur og athyglisverður maður; og stundum, jafnvel oft, er erfitt að greina frá hvort honum sé alvara eður ei.
Sem er góður kostur.
Hann ritar á Facebook-síðu sinni að hann verði í útlöndum yfir hátíðarnar:
„Ég og Korka erum rétt í þessu að stíga uppí vél áleiðis til Ítalíu. Hvílíkur léttir að losna undan prísund streitu og skötu.“
Glúmur óskar öllum sem „heima sitjið í skötulíki gleðilegra jóla.“
Og bætir við einum klassískum „Glúm“ að lokum:
„Gangið á Guðs vegum og lifi ríkisstjórnin.
Gleðileg jól. Sjálfur kem ég aldrei aftur.“
Sjáum hvað setur, en vonandi kemur Glúmur nú einhverntímann aftur á klakann, því það er vont að skrautlegt, athyglisvert, skemmtilegt og galopið fólk flýji landið.