Mánudagur 9. september, 2024
3.6 C
Reykjavik

Erla Hlyns: „Má Þjóðkirkjan senda barninu mínu auglýsingapóst?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Erla Hlynsdóttir, blaðakona DV, var hissa á auglýsingapósti sem nýlega kom inn um bréfalúguna. Bréfið var nefnilega ekki stílað á hana heldur unga dóttur hennar. Sendandinn var Þjóðkirkjan.

Erla var það hissa, enda þær mæðgur hvorugar skráðar í Þjóðkirkjuna, að hún ákvað að spyrja netverja hvort þetta hreinlega væri í lagi. Í færslu á Facebook spyr hún:

„Má Þjóðkirkjan senda barninu mínu auglýsingapóst?“
Fjölmargir blanda sér í umræðuna og reyna að svara spurningu Erlu. Rannveig er ein þeirra sem telur kirkjuna mega þetta. „Já… rétt eins og íþróttafélögin, skátarnir, blómaval, garðheimar, ljósmyndarar o.s.frv. En ég er sían á heimilinu (eða við foreldrarnir) og höfum látið alls konar stuff hverfa sem hefur verið sent til þeirra,“ segir Rannveig.
Önnur Erla setur líka fram skoðuna sína á sendingunni. „Þarftu ekki að bannmerkja þig og þá væntanlega barnið þitt líka í þjóðskrá til að fá ekki svona póst? Annars fékk dóttir mín markpóst frá Borgarbókasafninu og ég var ekki alveg sátt að fá svona stílað á barnið. Finnst að börn eigi að vera undanþegin markpósti og ef fyrirtæki eða stofnanir vilja koma einhverju á framfæri þá eigi það að fara í gegnum foreldra,“ segir Erla.
Hrefna nokkur furðar sig á vinnubrögðum Þjóðkirkjunnar. „Eru þau með löggilda heimild fyrir vinnslu persónuupplýsinga um hana? Veistu hvernig þau vita að hún sé til? Þú eða hún (ef hún er yfir 13) getur vísað í GDPR til að fá allar persónuupplýsingar sem kirkjan er með um hana, heimildirnar sem hún hefur fyrir vinnslu þeirra, og krafist að þeim upplýsingum verði eytt,“ segir Hrefna ákveðin.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -