Föstudagur 15. nóvember, 2024
-0.1 C
Reykjavik

Erla Sigríður harmar fréttaflutning síðustu daga: „Hvers konar ofbeldisfull hegðun er aldrei liðin“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Rúv greindi frá því í dag að nemandi Flensborgarskóla sem varð fyrir alvarlegri líkamsárás er fimm samnemendur réðust á hann fyrir utan Hagkaup, segi að skólayfirvöldi bregðist ekkert við málinu og að hann treysti sér ekki til að mæta í skólann. Nemendafélag Flensborgarskóla segja skólastjórnendur ekki bregðast við einelti og alvarlegum líkamsárásum nemenda í skólanum á hendur samnemenda. Skólameistari Flensborgar, Erla Sigríður Ragnarsdóttir, segir í yfirlýsingu rétt í þessu að skólinn líði ekkert ofbeldi og að fréttaflutningur af málinu sé rangur.

Samkvæmt frétt Rúv sendi stjórn nemendafélags Flensborgar ráðuneytinu erindi eftir að ljóst var að Erla Sigríður Ragnarsdóttir, settur skólameistari skólans, hefði hlotið skipun í embættið, og mótmæltu skipuninni. Sagði stjórn nemendafélagsins ekki tekið á ofbeldis- og eineltismálum í skólanum. Margir nemendur mættu ekki í skólann í gær í mótmælaskyni. Töldu nemendur sem Rúv ræddi við að um 70-80 nemendur hefðu ekki mætt. Þá funduðu nokkrir foreldrar um ástandið og hyggjast boða fleiri foreldra til fundar. Rúv ræddi við Unni Elínu Sigursteinsdóttur sem sögð er vera í stjórn nemendafélagsins í fréttinni. „Ofbeldi er bara leyft að viðgangast innan skólans og að ekkert sé gert í málinu fyrr en þau eru opinberuð.

Þá ræðir Rúv einnig við annan drengjanna sem lenti í líkamsárásinni en hann segist enga hjálpa hafa fengið frá skólayfirvöldum.

Erla Sigríður Ragnarsdóttir, skólameistari Flensborgar sendi frá sér yfirlýsingu rétt í þessu á heimasíðu skólans. Athygli vekur að samkvæmt yfirlýsingunni er frétt Rúv alröng, segir hún meðal annars að ályktun nemenda skólans varðandi þetta mál og önnur innan skólans og fjallað hefur verið um í fjölmiðlum að undanförnu, hafi aldrei borist yfirvöldum skólans. Staðfestir oddviti nemendafélagsins að hún komi ekki frá núverandi stjórn.

Hér er yfirlýsingin í heild sinni:

Flensborgarskólinn í Hafnarfirði líður ekki ofbeldi af neinu tagi

- Auglýsing -

Vegna umfjöllunar í fjölmiðlum um málefni nemenda skólans og ályktun þess efnis er rétt að eftirfarandi komi fram.

Ályktun sú sem fjölmiðlar hafa fjallað um undanfarna daga og varðar málefni nemenda hefur hvorki borist skólameistara né stjórn skólans og því er erfitt að bregðast við efni hennar. Oddviti nemendafélagsins hefur staðfest að hún komi ekki frá núverandi stjórn. 

Skólameistara er óheimilt að tjá sig um viðkvæm mál einstakra nemenda. Stjórn skólans fylgir aðgerðaáætlun um ofbeldismál og mikil áhersla er lögð á fagleg vinnubrögð. Í slíkum tilvikum eru mál unnin í samvinnu við fagfólk bæði innan og utan skólans. Úrlausn mála af þessum toga er viðkvæmt ferli. Þau snerta gjarnan marga nemendur, eru flókin viðfangs og verða ekki leyst á vettvangi fjölmiðla.

- Auglýsing -

Brugðist hefur verið við af festu vegna þess ofbeldismáls sem nú er til umfjöllunar í fjölmiðlum meðal annars með brottvísunum úr skóla til lengri og skemmri tíma og var það gert strax í kjölfar atviksins. Öllum hlutaðeigandi aðilum, nemendum og fjölskyldum þeirra, hefur verið gerð grein fyrir því að hvers konar ofbeldisfull hegðun er aldrei liðin, hvorki innan skólans né utan og þeim boðinn stuðningur, hvort sem það er í tengslum við námið eða líðan.

Vinna við úrlausn þessa máls sem um ræðir hófst strax um leið og skólayfirvöld fengu staðfestar upplýsingar um málsatvik enda var atvikið utan veggja Flensborgarskóla. Atburðurinn átti sér stað í Garðabæ, lögregla var kölluð til og vinnur að rannsókn málsins. Stjórnendur Flensborgarskólans hafa ekki fengið upplýsingar frá lögreglu um hvernig rannsókn málsins miðar en málið er einnig til rannsóknar hjá Barnaverndarnefnd Hafnarfjarðar. Ítreka ber að skólayfirvöld hafa brugðist við málinu að fullu leyti í samræmi við þann ramma sem þeim er sniðinn.

Hvað varðar félagslíf nemenda þá hafa nemendur í Flensborgarskólanum þurft að sætta sig við sömu takmarkanir og nemendur annarra skóla. Hvorki nemendum né skólastjórnendum hefur þótt það auðvelt. Þegar samkomutakmörkunum var aflétt í febrúar var róið að því öllum árum að haldin yrði árshátíð nemenda og að leiksýning leikfélagsins nú í apríl yrði að veruleika. Það var mikið gleðiefni að hvort tveggja skyldi takast.  

Varðandi umræðu um óánægju innan Morfís liðs Flensborgarskóla þá ber að taka fram að foreldrar óskuðu eftir því að skólastjórnendur tækju til baka heimild Morfís liðsins til þess að æfa eftirlitslaust á nóttunni í skólabyggingunni. Stjórn skólans taldi rétt á sínum tíma að bregðast við þessum óskum foreldra.

Skólinn harmar fréttaflutning af málefnum nemenda skólans síðustu daga og þá neikvæðu mynd sem dregin hefur verið upp af skólastarfinu almennt. Stjórn skólans ber virðingu fyrir skoðunum nemenda og leggur áherslu á að auka samtal á milli nemenda og skólayfirvalda, tryggja sátt og öflugt skólastarf. 

Fyrir hönd Flensborgarskólans,
Erla Sigríður Ragnarsdóttir, skólameistari

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -