Sunnudagur 22. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Erlendir betlarar sviku fé af fólki á Akureyri – Lögreglan skoðar skipulagða glæpastarfsemi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lögreglan á Norðurlandi eystra óskar eftir upplýsingum um vafasamar peningasafnanir eftir afskipti af tveimur erlendum karlmönnum sem betluðu pening á Akureyri. Mennirnir létu sem svo að þeir stæðu fyrir söfnun til styrktar heyrnadaufum. Annar þeirra þóttist tala táknmál. Eftir ábendingu frá konu sem sá í gegnum svindlið kom í ljós að mennirnir væru ekki að safna fyrir nein samtök né hefðu nokkurt leyfi til þess. Lögreglan segir þá vera í löglegri dvöl hér á landi og skoðar nú hvort um sé að ræða skipulagða glæpastarfsemi.

Í gærkvöldi höfðum við afskipti af tveimur karlmönnum af erlendum uppruna, sem voru við verslanir á Akureyri, að betla peninga af fólki undir því yfirskini að þeir væru að safna fé til styrktar heyrnardaufum. Þóttist annar mannanna tala táknmál en kunnáttuleysi hans á því sviði var afhjúpað þegar hann vatt sér að konu sem kann táknmál. Við nánari skoðun á þessum mönnum kom í ljós að þeir voru ekki að safna fé fyrir nein samtök og höfðu því vissulega engin leyfi til slíks. Þeir voru því að svíkja fé af fólki en virðast þó ekki hafa haft mikið upp úr krafsinu að þessu sinni. Þeir eru í löglegri dvöl hér á landi en við erum nú að skoða hvort þeir kunni að hafa tengsl við fleiri við sömu iðju og þá hvort þetta er stundað með skipulögðum hætti.

Þess vegna viljum við gjarnan fá að vita af því ef þið verðið vör við vafasamar peningasafnanir af þessu tagi. Þá er hægt að senda tilkynningu á netfangið [email protected] og tilgreina þar stað og stund, lýsingu á aðilum o.s.frv. Ef þið eruð viss um að verið sé að betla fé undir fölsku yfirskini er hægt að hringja í 112 og óska eftir lögreglu á staðinn.

Við skulum samt hafa í huga að félagasamtök geta fengið leyfi til opinberra safnana, sölu á happdrættismiðum og þessháttar en eðlilegt er að þeir sem það gera séu merktir félaginu og geti framvísað leyfisbréfi fyrir söfnuninni.

Takk fyrir og megi dagurinn vera ykkur ljúfur í alla staði.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -